Enn mótmælt á Avenue des Gobelins

Það var vaknað um hádegið á laugardegi í dag við mótmæli stúdenta. Avenue des Gobelins er 10 mínúta ganga frá aðal byggingu Sorbonne Háskóla og þar með góð undir mótmælagöngur eins og í dag. Lögreglan var í viðbragðstöðu meðfram öllum byggingum en héldu sér í smá fjarlægð frá mótmælendum og þar með rétt fyrir utan þar sem Andrés Jakob og fjölskylda búa. Sá maður að fjölmennt fjölmiðlalið var á staðnum að fylgjast með það sem væri að gerast sem og mikið af túristum með myndavélarnar á lofti. Lögreggluliðið sem var meðfram Avenue des Gobelins stóðu á sínum stað í um það bil 6 klukkutíma á meðan mótmælendur spiluðu techno-tónlist, trommutónlist og öskruðu baráttusetningar. Í 10 metra fjarlægð virtist þetta ætla að fara eins og sagt hefur verið í frönskum svo og íslenskum fréttum þar sem stúdentar hafa eyðilagt allt í kringum sig og gert allt vitlaust. En eftir að hafa farið út í alla þessa mergð var þetta líkt og "17 júní ganga" eða eins og eitthver sagði: "kjötkveðjuhátíðin" í Braselíu. Þetta var ekki að fara úr böndunum en það var reynt að gera lögreggluna brjálaða en það sást til nokkra stúdenta labba úr göngunni að lögregglunni til að ögra þeim með nokkrum baráttuoðrum og eitthverskonar leikföngum sem líktust bleikum lögregglu-keflum. Ekki tókst að ögra þeim. Þegar klukkan var að ganga sex um kvöldið var gangan að færast nær Signu-bökkum en áætlað er að gangan hafi náð að fylla alla Boulevard Aragon og niður Boulevard Saint Marcel. Gangan var friðsamleg og greyin hjá lögregglunni þurftu að dúsa í kulda í varnarstöðu, líkt og konungsverðir, í 6 klukkutíma.
(mynd frá mbli.is | við Avenue des Gobelins)
(Fyrir þá sem ekki gera sér grein fyrir mótmælagöngunni í dag þá er hægt að sjá hana í fréttum RÚV eða á NFS en myndir af Avenue des Gobelins er þar í fréttum.)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home