Varnarmál Íslands
Varnarmál íslands eru í deiglunni. Íslenska þjóðin fylgist með hvernig mál þeirra þróast. Bandaríkin ákváðu nú að taka bandaríska herinn frá Keflavík. "Góð tíðindi" segja nokkrir en hvað hefur þetta mikil áhrif á íslenskt líferni? Hefur það nokkur áhrif?
Þetta mál er gríðalegt og margir mynda sér skoðanir um þetta mikla og sérstæða mál en sumir gera sér enga grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta hefur. Með því að hlusta á utanríkisráðherra Íslands, Geir H. Haarde í fréttum RÚV og NFS, virðist hann hafa verið gleyptur af orðum bandarískra ráðamanna um samstöðu og samvinnu eftir 1. október. En þann dag á öll starfsemi bandaríkjahers að hverfa á brott. Talsmaður bandaríska forsetans sagði í gær að "we are looking forward to work towards an agreement..." og vísar í framhaldið á varnarsamningnum við Ísland síðan 1951 - hvað er þetta eiginlega með misvitra Bandaríska ráðamenn?
Þessi ágæta ræða hjá talsmanni Bandaríkjaforseta kom mér ekki á óvart en bandarísk stjórnvöld hafa undanfarið brotið samninga hingað og þangað þó að ég geti ekki nefnt neina í þessum skrifuðum orðum. Það fer í taugarnar á mér hvað þessi ágæta bandaríska ríkisstjórn reynir, trekk í trekk, að stjórna heimnum með "litla putta" án þess að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar það hafa. Hvaða ríkisstjórn hringir í forsetisráðherra og tilkynnir slíkar breytingar eins og nú og býst við þögn frá viðkomandi ráðherra eða þjóð? EKKI Ísland, eða það vona ég ekki. Þessi ákvörðun hefur veruleg áhrif á íslensk stjórnmál. Þetta mál hefur verið í deiglunni síðan 51 og íslenska þjóðin hefur ekki gleymt hvaða áhrif það hafði að leyfa bandaríska hernum að festa sig í Keflavík - "blóð", sviti, mótmæli og táragas við Austurvöll var afleiðingin.
Þjóðin hefur verið klofin í tvennt í mörg ár varðandi mál Bandaríkjahers en hefur ekki verið eins mikið í deiglunni nú síðan árin fyrir 1991. Hvað eiga íslensk stjórnvöld að gera?
Ég held að það sé kominn tími til að leggja áherslu á Evrópu. Varnarmál Íslands svo og íslenskt efnahagslíf hafa verið miðuð út frá veru Bandaríkjahers í meira en 50 ár og nú er tími til að efla samstarf við aðrar þjóðir. Fyrir mér er þessi ákvörðun af hinu góða þar sem Íslendingar hafa meiri möguleika á "að gera garðinn frægan" innan Evrópu. Evrópa á sé langa sögu og hefur mikið vald. En þá vísa ég í orðið "vald" ekki sem hernaðarlegt vald. Íslendingar eru þekktir fyrir friðsamleg áhrif. Sem má meðal annars þakka Jóni Baldvin Hannibalssyni og Vigdísi Finnbogadóttur.
Íslensk stjórnvöld, sem nú "loksins" standa á öndvegi, geta tekið ákvörðun um samstarf við aðrar þjóðir eins og Noreg, en Noregur er nú eitt þeirra landa sem eru nátengd íslenskri þjóðarsögu og mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. Íslenska þjóðin er víkingar, hvort sem það eru aðfluttir Íslendingar eður ei og geta allt. Með orðinu "víkingar" vísa ég til sjálstæðisins. Það þarf að huga að hinu sálræna valdi og verða loksins sjálfstæð þjóð í orðsins fylgstu merkingu og kannski verða leiðandi þjóð og fyrirmynd annarra þjóða, gagnstætt því sem Bandaríkin eru.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home