Örstutt | Fréttir af franskri pólitík
Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, hefur að undanförnu ekki gefið blaðamönnum svör við hvort hann ætli að bjóða sig fram sem forseta á næsta ári. Á meðan Ségoléne Royal, meðlimur í vinstriflokknum "Parti Socialiste (PS) var í baráttu um forsetaframboð ásamt tvem öðrum, þeim Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius, gaf hægri flokkurinn "Union pour un Mouvement Populaire (UMP)" engin skilaboð um hver þeirra ætti meiri möguleika um að verða frambjóðandi þeirra manna. En núna í vikunni var svo komið að því að franska þjóðin fengi að vita svarið.
Nicolas Sarkozy sagði á blaðamannafundi að hann verður forsetaframbjóðandi hægri flokksins UMP á næsta ári. Nú þegar vinstri menn völdu Ségoléne Royal sem frambjóðanda PS verður Sarkozy í baráttu við mikla og verulega umdeilda konu. Það er sagt að Sarkozy ætti meiri möguleika á því að ná sæti forseta Frakklands en eftir því verður að bíða og sjá hvernig Royal muni koma út í viðtölum og skoðanakönnum á næstunni við hlið Sarkozy.

Ségoléne Royal
Labels: Domeninique, Frakkland, Iceland, Innanríkisráðherra, Kahn, newsaddi, Nicolas, PS, Royal, Strauss, UMP