Image hosting by TinyPic

TWO 2 READ

Mbl.is - Íslenskir fjárfestar eiga nú 4,7% í Icelandair Group | BBC News - keeping vista secure

              "The advertisements are the most truthful part of a newspaper." 
                                 (Thomas Jefferson; 3. president of the US)

Tuesday, December 05, 2006

Meira um vinstrimanninn, Ségoléne Royal, og hægri flokkinn UMP (Michéle Alliot-Marie)

Það sem bloggari fékk að vita um helgina er að hún Ségoléne Royal, forsetaframbjóðnadi PS, er ekki eins og margir halda. Hún er ekki á móti samkynhneigðum "brúðkaupum" en hefur sagt í viðtölum áður, að það sé alveg sjálfsagt að þeir sem samkynhnegðir eru fengju þann kost að "gifta" sig. En það kemur núna fram, þegar hún er nú í framboði sem forsetaefni, að hún sé á móti því. Það hefur þau áhrif á hana að hún sé "tvöföld" en það er bara útaf því að það eru svo margir sem eru verulega gagnrýnir á samkynhneigð "brúðkaup", þá sérstaklega káþólíkar. Ég skil hana vel að hún verði að vera á móti eitthverju svo hún geti náð sæti forseta en svo breytt stefnu og sagst ekki vera á móti. En þannig er pólitíkin, er það ekki?



Annað sem ég frétti um helgina er að hún Michèle Alliot-Marie (MAM), varnamálaráðherra frakka, ætli að bjóða sig fram á móti M. Sarkozy þann 5. janúar en þá fara fram kosningar vegna forsetaframboð hægri flokksins UMP. Hún og Sarkozy eiga mjög gott og náið samstarf innan flokksins síns og þetta á víst að hjálpa Sarkozy, er sagt. En það verður skemmtilegt að sjá hvort þetta muni hjálpa honum. Það er nefnilega sagt að hann er einn þeirra sem vilja völd og vilja forseta sem er valda mikill. En það er skrítið, þó að MAM og Sarkozy eiga gott samstarf þá er skoðun þeirra varðandi völd forseta þverólík. MAM vill að forseti verði eins og forseti Íslands, sem sagt forseti fólksins, án valdsins sem hann er með núna. Það verður þá gott að sjá hver niðurstaða kosningana verða þann 5. janúar.




Labels: , , , , , , , , ,

0 Comments:

Post a Comment

<< Home